Fréttir

Knattspyrna | 27. mars 2006

Keflavík - Fram í Deildarbikarnum

Næsta fimmtudag mætum við Fram í Egilshöll kl. 19:00 í Deildarbikarkeppni KSÍ.  Úrslit helgarinnar voru okkur hagstæð en Skaginn sem er á toppnum í okkar riðli tapaði á móti Val, sem þýðir það að ef við vinnum þá plöntum við okkur í toppsætið. 
 
Geoff Miles kom til landsins um helgina og mætti á sýna fyrstu æfingu sem Keflvíkingur núna í kvöld.  Hann mun spila sinn fyrsta leik fyrir okkur næsta fimmtudag en þetta verður líka fyrsti leikur Bóa fyrir okkur á árinu en eins og flestir vita þá er hann búinn að vera í láni í Svíþjóð  Þar var hann aðalega til að geta skilið húmorinn hjá Kenneth og Mete betur en þó svo þeir séu á sínu öðru ári hjá okkur er soldið stutt í Svíann í þeim ennþá.  Reyndar er Kenneth á fullu að læra íslensku og áður en langt um líður verður hann eflaust búinn að kaupa sér jeppa og hús og allt á bankaláni eins og sannur Íslendingur.  Mete mun ekki spila með vegna meiðsla en Hallgrímur verður með. 
 
Svo fer liðið til Spánar um helgina í æfingabúðir og þar kemur Buddy Farah til liðs við liðið.  Meira um það síðar.
 
Nú styttist í Íslandsmeistaratitilinn hjá okkur (það getur vitaskuld ekki lengst hvenær sem hann kemur í hús).
 
Áfram Keflavík
Rúnar I. Hannah