Fréttir

Knattspyrna | 8. september 2005

Keflavík - Fram um helgina

Á sunnudag kl. 14:00 leika Keflavík og Fram síðasta leikinn á heimavelli í sumar.  Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar menn til dáða og styrkja þá í orustunni um 3ja sætið.  Heiðursgestir á leiknum verður íþróttafólkið hjá NES og er klárt mál að þau gefa ekkert eftir í stemmninguni á pöllunum.  Í hálfleik verður dregið í happdrætti Fjölskylduklúbbsins en klúbburinn heldur lokahóf sitt kl. 12:00 á leikdag og verður þar mikið um dýrðir.  ási