Knattspyrna | 10. júní 2003
KEFLAVÍK - FYLKIR ; 2 SIGRAR, 2 TÖP
Keflavík lék gegn Fylki á Íslandsmótinu í 5. flokki karla í dag. A - lið Keflavíkur sigraði 3 - 1 með mörkum Ingimars Ómarssonar, Magnúsar Þórs Magnússonar og Sigurbergs Elíssonar. Mark Sigurbergs var sérlega glæsilegt, þrumuskot af um 20 m. færi sem söng í markvinklinum. Strákarnir áttu prýðisgóðan leik og var barátta þeirra til fyrirmyndar. B - liðinu gekk ekki eins vel en þeir töpuðu 0 - 3. Piltarnir voru einstaklega óheppnir upp við markið og oft með ólíkindum hvernig þeim tókst ekki að skora! C - liðið tapaði 1 - 3 í hörkuleik þar sem Pálmar gerði eina mark Keflvíkinga. Í leik D - liða var einnig um hörkuleik að ræða þar sem okkar menn báru sigur úr bítum 3 - 2. Mörkin gerðu Andri Helgason, Andri Daníelsson og Þorsteinn Logi Karlsson.