Fréttir

Knattspyrna | 22. júlí 2009

Keflavík - Fylkir á fimmtudag kl. 19:15

Fimmtudaginn 23. júlí leika Keflavík og Fylkir í 13. umferð Pepsi-deildarinnar.  Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum í Keflavík og hefst kl. 19:15.  Fyrir leikinn er Fylkir í 3. sæti deildarinnar með 23 stig en okkar menn í 4.-5. sæti með 20 stig.  Liðin tvö eru þar í hópi liða sem eru á svipuðum slóðum og því skiptir hver leikur miklu máli þessa dagana.  Dómari leiksins verður Eyjólfur M. Kristinsson, aðstoðardómarar þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Leiknir Ágústsson en eftirlitsmaður KSÍ er Björn Guðbjörnsson.

Keflavík og Fylkir hafa leikið 23 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1989.  Það er nokkuð jafnt á komið með liðunum í innbyrðis leikjum þeirra; Keflavík hefur unnið 8 leikjanna, átta sinnum hefur orðið jafntefli en Fylkir hefur unnið 7 leiki.  Markatalan er 30-33 fyrir Fylki.  Stærsti sigur Fylkis er 4-0 árin 2007 og 2000 en Keflavík hefur mest náð að sigra Fylki með 2ja marka mun.  Sjö leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Fylkismönnum í efstu deild.  Guðmundur Steinarsson hefur skorað sex mörk, Haukur Ingi Guðnason, Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson hafa skorað tvö mörk og þeir Guðjón Antoníusson, Símun Samuelsen og Stefán Örn Arnarson hafa allir gert eitt mark.

Liðin mættust 8 sinnum í næstefstu deild á árunum 1981-1992.  Keflavík vann 6 leiki, einum lauk með jafntefli og Fylkir vann einn leik.  Markatalan í B-deildinni er 15-6 fyrir Keflavík.

Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í bikarkeppni KSÍ, árin 1989, 1995 og 2004.  Keflavík hefur unnið alla þrjá leikina og markatalan er 5-1. 

Liðin mættust í 2. umferð deildarinnar fyrr í sumar og þá á heimavelli Fylkismanna.  Fylkir vann þá 2-0 og skoraði Valur Fannar Gíslason bæði mörkin úr vítaspyrnum.

Það er skemmst frá því að segja að Fylkir hefur aldrei náð að sigra í Keflavík í efstu deild.  Liðin hafa nú leikið 11 sinnum í efstu deild á Keflavíkurvelli og hefur Keflavík unnið 7 leikjanna en fjögur jafntefli hafa litið dagsins ljós.

Úrslit í leikjum Keflavíkur og Fylkis í efstu deild í Keflavík hafa orðið þessi:

2008

Keflavík - Fylkir

2-1 Hólmar Örn Rúnarsson
Guðmundur Steinarsson
2007

Keflavík - Fylkir

1-0 Símun Samuelsen
2006

Keflavík - Fylkir

1-1 Guðjón Antoníusson
2005

Keflavík - Fylkir

2-2 Sjálfsmark
Stefán Örn Arnarson
     2004    

Keflavík - Fylkir

4-2 Þórarinn Kristjánsson 2
Haraldur Freyr Guðmundsson
Hörður Sveinsson
2002

Keflavík - Fylkir

3-1 Jóhann Benediktsson
Guðmundur Steinarsson
Þórarinn Kristjánsson
2001

Keflavík - Fylkir

2-1 Haukur Ingi Guðnason
Guðmundur Steinarsson
2000

Keflavík - Fylkir

1-1 Hjálmar Jónsson
1996

Keflavík - Fylkir

0-0
1993

Keflavík - Fylkir

2-1 Róbert Sigurðsson
Óli Þór Magnúson
1989

Keflavík - Fylkir

1-0 Jóhann B. Magnússon