Keflavík - Fylkir á miðvikudag kl. 19:15
Keflavík og Fylkir mætast í 8. umferð Landsbankadeildarinnar miðvikudaginn 27. júní og hefst leikurinn á Keflavíkurvelli kl. 19:15. Fyrir leikinn er Keflavík í 2. sæti deildarinnar með 14 stig en Fylkir er í því 4. með 11 stig. Það þarf því ekki að fjölyrða um mikilvægi leiksins fyrir liðin sem vilja bæði styrkja stöðu sína í efri hluta deildarinnar. Dómari leiksins verður enginn annar en Egill Már Markússon, aðstoðardómararar þeir Áskell Þór Gíslason og Rúnar Steingrímsson og eftirlitsmaður KSÍ er Eyjólfur Ólafsson.
Keflavík og Fylkir hafa leikið 18 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1989. Nokkuð jafnt er komið á með liðunum í innbyrðis leikjum. Keflavík hefur unnið 6 leiki og Fylkir 5 en sjö hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 22-24 fyrir Fylki. Stærsti sigur Fylkismanna er 4-0 árið 2000 en Keflavík hefur unnið nokkra leiki með tveggja marka mun. Mesti markaleikur milli liðanna kom árið 2004 þegar Keflavík vann 4-2. Fjórir leikmenn sem nú leika með Keflavík hafa skorað gegn Fylki í efstu deild; Þórarinn Kristjánsson hefur gert fjögur mörk, Guðmundur Steinarsson þrjú og Guðjón Árni Antoníusson og Stefán Örn Arnarson eitt mark hvor. Það er athyglisvert að Keflavík hefur aldrei tapað heima gegn Fylki í efstu deild. Í leikjunum níu í Keflavík hefur fjórum lokið með jafntefli en Keflavík hefur unnið fimm leikjanna.
Liðin hafa þrisvar mæst í bikarkeppninni og hefur Keflavík unnið alla leikina, árin 1989, 1995 og 2004. Markatalan er 5-1 fyrir Keflavík. Þorarinn Kristjánsson hefur skorað eitt bikarmark gegn Fylki en það var eina mark leiksins í 8 liða úrslitum árið 2004.
Keflavík mætti Fylki 8 sinnum í B-deild á árunum 1981-1992. Þar vann Keflavík sex leikjanna, einum lauk með jafntefli og Fylkir vann einn. Markatalan er 15-5 fyrir Keflavík.
Liðin mættust tvisvar í Landsbankadeildinni síðastliðið sumar. Fylkismenn unnu þá 2-1 á heimavelli sínum; Sævar Þór Gíslason skoraði bæði mörk Fylkis en Guðmundur Steinarsson skoraði fyrir Keflavík. Seinni leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Keflavíkurvelli þar sem Ragnar Sigurðsson kom Fylki yfir en Guðjón Árni Antoníusson jafnaði leikinn.
Ekki hefur verið mikill samgangur milli Keflavíkur og Fylkis í gegnum árin. Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason er nú í herbúðum Fylkis og þá hefur Þórir Sigfússon starfað sem þjálfari hjá báðum félögum.
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Fylkis í Keflavík hafa orðið þessi í efstu deild:
2005 |
Keflavík - Fylkir |
1-1 | Guðjón Árni Antoníusson | ||
2005 |
Keflavík - Fylkir |
2-2 | Sjálfsmark Stefán Örn Arnarson | ||
2004 |
Keflavík - Fylkir |
4-2 | Þórarinn Kristjánsson 2 Haraldur Freyr Guðmundsson Hörður Sveinsson | ||
2002 |
Keflavík - Fylkir |
3-1 | Jóhann Benediktsson Guðmundur Steinarsson Þórarinn Kristjánsson | ||
2001 |
Keflavík - Fylkir |
2-1 | Haukur Ingi Guðnason Guðmundur Steinarsson | ||
2000 |
Keflavík - Fylkir |
1-1 | Hjálmar Jónsson | ||
1996 |
Keflavík - Fylkir |
0-0 | |||
1993 |
Keflavík - Fylkir |
2-1 | Róbert Sigurðsson Óli Þór Magnússon | ||
1989 |
Keflavík - Fylkir |
1-0 | Jóhann B. Magnússon |
Frétt úr Morgunblaðinu af fyrsta leik Keflavíkur og Fylkis í efstu deild árið 1989.
Eins og fram kemur var um botnslag að ræða en bæði lið féllu þetta ár.