Fréttir

Knattspyrna | 8. september 2006

Keflavík - Fylkir á sunnudag kl. 14:00

Keflavík og Fylkir mætast í 16. umferð Landsbankadeildarinnar sunnudaginn 10. september og hefst leikurinn á Keflavíkurvelli kl. 14:00.  Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi leiksins; Keflavík er í 4. sæti deildarinnar með 22 stig en Fylkir er í því 6. og hefur 19 stig.  Liðið í næstefsta sæti er með 24 stig og liðið í næstneðsta sætinu er með 17 stig þannig að hvert stig getur ráðið úrslitum um lokastöðuna í deildinni í ár.  Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson, aðstoðardómararar Pjetur Sigurðsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og eftirlitsmaður KSÍ er Þorvarður Björnsson .

Keflavík og Fylkir hafa leikið 17 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1989.  Nokkuð jafnt er komið á með liðunum í innbyrðis leikjum.  Keflavík hefur unnið 6 leiki og Fylkir 5 en sex hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 21-23 fyrir Fylki.  Stærsti sigur Fylkismanna er 4-0 árið 2000 en Keflavík hefur unnið nokkra leiki með tveggja marka mun.  Mesti markaleikur milli liðanna kom árið 2004 þegar Keflavík vann 4-2.  Þrír leikmenn sem nú leika með Keflavík hafa skorað gegn Fylki í efstu deild; Þórarinn Kristjánsson hefur gert fjögur mörk, Guðmundur Steinarsson þrjú og Stefán Örn Arnarson eitt mark.  Það er athyglisvert að Keflavík hefur aldrei tapað heima gegn Fylki í efstu deild.  Í leikjunum átta í Keflavík hefur þremur lokið með jafntefli en Keflavík hefur unnið fimm leikjanna.

Liðin hafa þrisvar mæst í bikarkeppninni og hefur Keflavík unnið alla leikina, árin 1989, 1995 og 2004.  Markatalan er 5-1 fyrir Keflavík.

Keflavík mætti Fylki 8 sinnum í B-deild á árunum 1981-1992.  Þar vann Keflavík sex leikjanna, einum lauk með jafntefli og Fylkir vann einn.  Markatalan er 15-5 fyrir Keflavík.  

Liðin mættust í 7. umferð Landsbankadeildarinnar fyrr í sumar.  Fylkismenn unnu þá 2-1 á heimavelli sínum; Sævar Þór Gíslason skoraði bæði mörk Fylkis en Guðmundur Steinarsson skoraði fyrir Keflavík.

Ekki hefur verið mikill samgangur milli Keflavíkur og Fylkis í gegnum árin.  Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason er nú í herbúðum Fylkis og þá hefur Þórir Sigfússon starfað sem þjálfari hjá báðum félögum.

Úrslit í leikjum Keflavíkur og Fylkis í Keflavík hafa orðið þessi í efstu deild:

2005

Keflavík - Fylkir

2-2 Sjálfsmark
Stefán Örn Arnarson
     2004    

Keflavík - Fylkir

4-2   Þórarinn Kristjánsson 2
Haraldur Freyr Guðmundsson
Hörður Sveinsson
  2002

Keflavík - Fylkir

3-1   Jóhann Benediktsson
Guðmundur Steinarsson
Þórarinn Kristjánsson
  2001

Keflavík - Fylkir

2-1   Haukur Ingi Guðnason
Guðmundur Steinarsson
  2000

Keflavík - Fylkir

1-1   Hjálmar Jónsson
  1996

Keflavík - Fylkir

0-0    
  1993

Keflavík - Fylkir

2-1   Róbert Sigurðsson
Óli Þór Magnússon
  1989

Keflavík - Fylkir

2-1   Jóhann B. Magnússon