Keflavík - Fylkir hjá Sportmönnum
Kæru Sportmenn,
Á morgun 27. júní tökum við á móti eitilhörðu liði Fylkis á Keflavíkurvelli og hefst leikurinn kl. 19:15. Þeir sem annast munu dómgæsluna eru:
Dómari Egill Már Markússon
Aðstoðardómari 1 Áskell Þór Gíslason
Aðstoðardómari 2 Rúnar Steingrímsson
Eftirlitsmaður Eyjólfur Ólafsson
Við hittumst í Íþróttavallarhúsinu við Hringbraut kl. 18:00 en þá hefst neðangreind upphitun
* Formaður býður félagsmenn og gesti velkomna
* Ávarp fulltrúa Fylkis, Þóris Sigfússonar, sem gerði garðinn frægan með meistaraflokki Keflavíkur á árum áður
* Kristján þjálfari fer yfir leikskipulagið
* Orðið laust
Kaffi og léttar veitingar verða á boðstólum fyrir kr. 500:- pr. mann greitt við innganginn.
Með bestu kveðju og von um góða mætingu,
Stjórnin.