Knattspyrna | 10. júní 2003
Keflavík - Fylkir í dag
Í dag, þriðjudaginn 10. júní, verður fyrsti heimaleikur Keflavíkur í 5. flokki karla á Íslandsmótinu í ár. Leikið verður gegn Fylki á Iðavöllum. Leikir A- og C-liða hefjast kl. 17:00. Leikir B- og D-liða hefjast síðan kl. 17:50. Nú er um að gera að fjölmenna á völlinn og sjá knattspyrnusnillinga framtíðarinnar leika listir sínar. Allir á völlinn. ÁFRAM KEFLAVÍK !