Keflavík - Fylkir í kvöld
Keflavík og Fylkir mætast í 7. umferð Landsbankadeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst á Keflavíkurvelli kl. 19:15. Þessi viðureign er báðum liðum mjög mikilvæg en þau eru nú jöfn í 3.-4. sæti deildarinnar með 10 stig og vilja krækja í 3 stig til að halda í við efstu liðin. Dómari leiksins verður Erlendur Eiríksson, aðstoðardómararar Gunnar Gylfason og Hans Kristján Scheving og eftirlitsmaður KSÍ er Geir Agnar Guðsteinsson.
Keflavík og Fylkir hafa leikið 14 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1989. Nokkuð jafnt er komið á með liðunum í innbyrðis leikjum. Keflavík hefur unnið 5 leiki og Fylkir 4 en fimm hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 17-19 fyrir Fylki. Stærsti sigur Fylkismanna er 4-0 árið 2000 en Keflavík hefur unnið nokkra leiki með tveggja marka mun. Mesti markaleikur milli liðanna kom síðasta sumar þegar Keflavík vann 4-2. Þrír leikmenn sem nú leika með Keflavík hafa skorað gegn Fylki í efstu deild; Guðmundur Steinarsson hefur gert tvö mörk og Gestur Gylfason og Hörður Sveinsson eitt hvor. Gestur skoraði einnig tvívegis gegn Fylki í gömlu 2. deildinni árið 1990. Það er athyglisvert að Keflavík hefur aldrei tapað heima gegn Fylki í efstu deild. Í leikjunum sjö í Keflavík hefur tveimur lokið með jafntefli en Keflavík unnið fimm, m.a. þrjá síðustu heimaleiki sína gegn Fylki.
Liðin hafa þrisvar mæst í bikarkeppninni og hefur Keflavík unnið alla leikina, árin 1989, 1995 og 2004. Markatalan er 5-1 fyrir Keflavík.
Keflavík mætti Fylki 8 sinnum í B-deild á árunum 1981-1992. Þar vann Keflavík sex leikjanna, einum lauk með jafntefli og Fylkir vann einn. Markatalan er 15-5 fyrir Keflavík. Eins og áður sagði skoraði Gestur Gylfason tvisvar gegn Fylki í 2. deildinni árið 1990.
Liðin léku tvisvar í Landsbankadeildinni á síðasta ári. Fylkismenn unnu sinn heimaleik 2-0 en okkar menn unnu 4-2 í Keflavík. Þar skoraði Þórarinn Kristjánsson tvö mörk og Haraldur Freyr Guðmundsson og Hörður Sveinsson eitt hvor.
Ekki hefur verið mikill samgangur milli Keflavíkur og Fylkis í gegnum árin. Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason er nú í herbúðum Fylkis en leikur ekkert í sumar vegna meiðsla. Þá hefur Þórir Sigfússon starfað sem þjálfari hjá báðum félögum.
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Fylkis í Keflavík hafa orðið þessi í efstu deild:
2004 |
Keflavík - Fylkir |
4-2 | Þórarinn Kristjánsson 2 Haraldur Freyr Guðmundsson Hörður Sveinsson | ||
2002 |
Keflavík - Fylkir |
3-1 | Jóhann Benediktsson Guðmundur Steinarsson Þórarinn Kristjánsson | ||
2001 |
Keflavík - Fylkir |
2-1 | Haukur Ingi Guðnason Guðmundur Steinarsson | ||
2000 |
Keflavík - Fylkir |
1-1 | Hjálmar Jónsson | ||
1996 |
Keflavík - Fylkir |
0-0 | |||
1993 |
Keflavík - Fylkir |
2-1 | Róbert Sigurðsson Óli Þór Magnússon | ||
1989 |
Keflavík - Fylkir |
2-1 | Jóhann B. Magnússon |