Keflavík - Grindavík á miðvikudag kl. 17:30
Miðvikudaginn 26. janúar leika Keflavík og Grindavík í fótbolti.net-mótinu. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 17:30. Í fyrstu umferðinni tapaði Keflavík fyrir Blikum en Grindvíkingar gerðu jafntefli við HK. Síðasti leikur Keflavíkur í riðlinum er gegn HK á laugardaginn.