Fréttir

Knattspyrna | 19. febrúar 2010

Keflavík - Grindavík í kvöld

Keflavík og Grindavík leika til úrslita í afmælismóti Reykjaneshallarinnar í kvöld kl. 20:00.  Keflavík vann Víði og Reyni í undanriðlinum, báða leikina 8-0.  Grindavík vann Þrótt í Vogum 7-1 og Njarðvík 3-1.  Í gærkvöldi unnu Víðismenn 3-1 sigur á Þrótturum í leik um 5. sæti.  Í dag kl. 17:00 leika Njarðvík og Reynir um 3. sætið.  Það er full ástæða til að hvetja fólk til að mæta í Reykjaneshöllina og sjá skemmtilega nágrannaslagi.