Fréttir

Knattspyrna | 25. febrúar 2011

Keflavík - Grótta á laugardag kl. 14:00

Á laugardaginn mætast Keflavík og Grótta í Lengjubikar karla.  Leikurinn verður í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 14:00.  Bæði lið fóru vel af stað í riðlinum; okkar menn unnu góðan sigur á Breiðablik og Grótta vann KA 3-1.  Það má því reikna með hörkuleik.   Dómari leiksins verður Bjarni Hrannar Héðinsson og honum til aðstoðar þeir Sindri Kristinsson og Hörður Aðalsteinsson.  Það er ekki úr vegi fyrir fólk að kíkja í Reykjaneshöllina á laugardaginn en við minnum á að strax eftir leikinn hefst minningarmót Ragnars Margeirssonar.