Keflavík - Hamar á fimmtudag kl. 20:00
Á fimmtudag leika Keflavík og Hamar í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins en leikið verður á Nettó-vellinum. Athugið að leikurinn byrjar kl. 20:00. Dómari leiksins verður Pétur Guðmundsson og aðstoðardómarar þeir Andri Vigfússon og Adolf Þorberg Andersen en eftirlitsmaður KSÍ verður Ólafur Kjartansson.
Hamar leikur í 3. deildinni í sumar. Liðið vann Snæfell í 1. umferð keppninnar, KFR í 2. umferð og KF í 32 liða úrslitum en leikirnir voru allir á heimavelli Hamars. Keflavík vann Augnablik í 32 liða úrslitunum.
Þetta verður í fyrsta skipti sem Keflavík og Hamar leika í bikarkeppninni.
Félagsheimilið verður opið fyrir leikinn og þar opnum við kl. 19:00. Að þessu sinni verður ekkert grill en í staðinn verður boðið upp á kaffisopa. Kristján þjálfari mætir eins og venjulega um 40 mínútum fyrir leik og segir nokkur orð um leikinn.