Fréttir

Knattspyrna | 26. mars 2010

Keflavík - HK á laugardag kl. 10:00

Það er eins gott að drífa sig snemma fram úr á laugardagsmorguninn en þá mætast Keflavík og HK í Lengjubikarnum.  Leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 10:00 fyrir hádegi.  Okkar menn eru með 12 stig eftir fimm leiki í riðlinum en HK er með þrjú stig eftir jafnmarga leiki.  Það hefur ekki vantað mörkin í leiki Keflavíkurliðsins undanfarið og það ætti því að vera vel þess virði að drífa sig í Höllina og kíkja á spennandi leik.