Keflavík - HK á laugardag kl. 10:00
Keflavík leikur gegn HK í lokaumferð A-riðils fótbolta.net-mótsins. Liðin leika í Reykjaneshöllinni og hefja leik kl. 10:00. Fyrir leikinn er HK í efsta sæti riðilsins með fjögur stig, Keflavík og Breiðablik eru með þrjú stig og Grindavík eitt stig. Grindavík og Breiðablik leika í hinum leik umferðarinnar. Efsta liðið í riðlinum leikur til úrslita við sigurliðið í B-riðli, liðin í 2. sæti riðlanna leika um 3. sætið í mótinu o.s.frv. Úrslitaleikirnir verða laugardaginn 5. febrúar.