Keflavík - HK á sunnudag
Keflavík og HK leika síðasta leik sinn í riðlakeppni Lengjubikarsins í Reykjaneshöllinni á sunnudag kl. 14:00. Liðin hafa bæði tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar en þau eru í tveimur efstu sætum 4. riðils A-deildar. Leikurinn er hins vegar hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins en HK er nú með 10 stig en Keflavík með 9. Úrslitakeppnin hefst svo strax um næstu helgi en allir leikirnir í 8 liða úrslitum fara fram laugardaginn 19. apríl. Svo er bara að skella sér í Reykjaneshöllina og sjá góðan leik en okkar menn ættu að vera ferskir eftir vel heppnaða æfinga- og keppnisferð til Tyrklands.