Keflavík - HK/Víkingur á fimmtudag kl. 20:00
Það verður stórleikur á Sparisjóðsvellinum á fimmtudaginn þegar Keflavík mæti liði HK/Víkings í 1. deild kvenna. Fyrir leikinn er Keflavík í 2. sæti riðilsins en gestirnir í því þriðja. Liðin eru ásamt Þrótti í harðri baráttu um tvö efstu sæti riðilsins sem gefa sæti í úrslitakeppni deildarinnar sem fer fram í lok ágúst og byrjun september. Stelpurnar okkar hafa staðið sig vel í sumar, unnið sjö leiki og aðeins tapað naumlega gegn toppliði Þróttar á útivelli. Það er því full ástæða til að drífa sig á völlinn og styðja okkar lið en leikurinn hefst kl. 20:00 á Sparisjóðsvellinum.
Dómari leiksins verður Svanlaugur Þorsteinsson og aðstoðarmenn hans þeir Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og Arnar Freyr Valsson.
Keflavík vann fyrri leik liðanna í sumar 5-0 í Kópavogi. Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö markanna og þær Guðný Þórðardóttir, Agnes Helgadóttir og Karitas Ingimarsdóttir eitt hver.