Fréttir

Keflavík - HK/Víkingur á föstudag kl. 20:00
Knattspyrna | 12. júlí 2012

Keflavík - HK/Víkingur á föstudag kl. 20:00

Föstudaginn 13. júlí leika Keflavík og HK/Víkingur í 1. deild kvenna og fer leikurinn fram á Nettó-vellinum í Keflavík kl. 20:00.  Okkar lið er með niu stig eftir átta leiki í deildinni en HK/Vikingur er með 13 stig eftir sjö leiki.  Dómari leiksins verður Svanlaugur Þorsteinsson og aðstoðardómarar þeir Ægir Magnússon og Sigurður Smári Hansson.

Liðin léku fyrr í sumar í fyrstu umferð deildarinnar og gerðu þá markalaust jafntefli á Kópavogsvelli.  Liðin hafa annars leikið þó nokkra leiki undanfarin ár en þau mættus fyrst í B-deildinni árið 2004.  Síðan hafa þau mæst tvisvar í A-deildinni árið 2008 og þá unnu liðin sinn hvorn leikinn.  Þessi lið hafa leikið átta leiki í B-deildinni og hefur Keflavík unnið sex þeirra, HK/Víkingur hefur unnið einn og einum hefur lokið með jafntefli.  Markatalan í þessum leikjum er 23-8 fyrir Keflavík.  Liðin hafa einu sinni mæst í bikarnum og þá vann Keflavík 1-0 sigur árið 2007.