Keflavík - HK/Víkingur á þriðjudag kl. 20:00
Þriðjudaginn 8. júlí er komið að leik í 1. deildinni en þá taka stelpurnar á móti HK/Víking. Leikurinn hefst á Nettó-vellinum kl. 20:00. Fyrir leikinn er Keflavík með eitt stig í riðlinum en HK/Víkingur er með 16 stig. Dómari leiksins verður Hörður Aðalsteinsson og aðstoðardómarar þeir Sigurður Smári Hansson og Eysteinn Hrafnkelsson.
Okkar lið hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í sumar og gert eitt jafntefli en tapað sjö leikum. Eins og undanfarin ár er liðið eingöngu skipað heimastúlkum sem eru margar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Stelpurnar hafa staðið sig með prýði í sumar og þó nokkrir leikir hafa tapast með minnsta mun. Eftir átta leiki er markatala liðsins 4-20 sem gerir 0,5-2,5 mörk að meðaltali í leik. Það er ásættanlegt en í sumar hafa reyndar ekki sést eins stórar tölur í riðlinum og oft vill verða í 1. deildinni. Vonandi halda stelpurnar áfram að bæta sig og það er rétt að hvetja stuðningsmenn til að mæta á leiki liðsins og hvetja okkar lið.