Fréttir

Keflavík - ÍA á fimmtudag kl. 17:30
Knattspyrna | 11. september 2013

Keflavík - ÍA á fimmtudag kl. 17:30

Keflavík og ÍA mætast í 19. umferð Pepsi-deildarinnar á fimmtudag.  Leikurinn hefst kl. 17:30 á Nettó-vellinum í Keflavík.  Þetta er geysilega mikilvægur leikur en bæði lið berjast í neðri hluta deildarinnar,  Keflavík er í 9.-10. sæti með 17 stig og Skagamenn í 12. sætinu með átta stig.  Dómari leiksins verður Þorvaldur Árnason, aðstoðardómarar hans verða Smári Stefánsson og Haukur Erlingsson og Ingi Jónsson er eftirlitsmaður KSÍ.
 
Keflavík og ÍA hafa mæst 88 sinnum í efstu deild og hafa Skagamenn talsverða yfirburði í viðureignum liðanna.  Liðin mættust fyrst árið 1958 þegar við lékum fyrst í efstu deild.  Akranes vann þann leik 5-1 en Högni Gunnlaugsson skoraði mark Keflavíkur.  Alls hefur ÍA sigrað í 48 leikjum, 12 sinnum hefur orðið jafntefli en Keflavík hefur unnið 28 leiki.  Markatalan er 111-184, Skagamönnum í vil.  Stærstu sigrar Keflavíkur í leikjum liðanna eru 4-1 sigrar 1973 og 2008 en stærsta tapið var 0-9 tap árið 1959 en það er stærsta tap Keflavíkur í efstu deild.  Fjórir leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn ÍA í efstu deild; Jóhann Birnir Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason og Hörður Sveinsson hafa skorað tvö mörk hver og Magnús Þorsteinsson eitt mark.

Liðin mættust tvisvar í næstefstu deild en það var árið 1991.  Skagamenn unnu báða leikina og markatalan var 1-6.

Keflavík og ÍA hafa leikið 13 leiki í bikarkeppninni, fyrst árið 1960 og síðast árið 2006.  Keflavík hefur unnið 5 leikjanna en ÍA 7 en einum lauk með jafntefli.  Markatalan er 16-19 fyrir ÍA.

Liðin léku á Akranesi fyrr í sumar og þá vann Keflavík 3-2 í hörkuleik.  Ármann Smári Björnsson og Jóhannes Karl Guðjónsson gerða mörk Skagamanna í þeim leik en Hörður Sveinsson, Arnór Ingvi Traustason og Magnús Þór Magnússon skoruðu fyrir Keflavík.

Í gegnum árin hafa nokkir leikmenn leikið með báðum þessum liðum og má þar nefna Bjarna Sigurðsson, Kristján Jóhannsson og Bjarka Freyr Guðmundsson. 

Úrslit í leikjum Keflavíkur og ÍA á heimavelli okkar hafa orðið þessi í efstu deild undanfarin ár:

2012 Keflavík - ÍA 2-3 Jóhann B. Guðmundsson 2
2008 Keflavík - ÍA 3-1 Hallgrímur Jónasson
Guðmundur Steinarsson
Þórarinn Kristjánsson
2007 Keflavík - ÍA 3-3 Hallgrímur Jónasson 2
Guðjón Árni Antoníusson
2006 Keflavík - ÍA 0-1  
2005 Keflavík - ÍA 0-1  
2004 Keflavík - ÍA 0-2  
2002 Keflavík - ÍA 0-2  
2001 Keflavík - ÍA 0-1  
2000 Keflavík - ÍA 0-2  
1999 Keflavík - ÍA 2-0 Eysteinn Hauksson
Kristján Brooks