Fréttir

Knattspyrna | 5. febrúar 2010

Keflavík - ÍA á laugardag

Þá er komið að næsta æfingaleik okkar manna sem verður gegn Skagamönnum.  Leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni á laugardag og hefst kl. 14:00.  Keflavík fór vel af stað í afmælismóti Reykjaneshallarinnar og vann Reyni 8-0 á miðvikudaginn.  Bjarni Hólm, Haraldur Freyr og Hörður skoruðu allir tvö mörk og Guðmundur Steinars og Hólmar Örn settu eitt hver.  Næsti leikur Keflavíkur í mótinu er viðureign gegn Víði sem var frestað í síðustu viku.  Sá leikur verður miðvikudaginn 10. febrúar kl. 19:00.