Fréttir

Keflavík - ÍA á sunnudag kl. 16:00
Knattspyrna | 19. september 2015

Keflavík - ÍA á sunnudag kl. 16:00

Þá er komið að lokasprettinum í Pepsi-deildinni þetta árið og nú er orðið ljóst að það er ekki miklu að keppa hjá okkar mönnum í lokaumferðunum.  Næst á dagskránni er heimaleikur gegn ÍA en hann verður Nettó-vellinum í Keflavík sunnudaginn 20. september kl. 16:00.  Fyrir leikinn er Keflavík í 12. sæti deildarinnar með sjö stig en ÍA er í 9. sætinu með 20 stig.

Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta og styðja okkar lið.

Dómararnir
Dómari leiksins verður Pétur Guðmundsson, aðstoðardómarar þeir Gunnar Helgason og Oddur Helgi Guðmundsson og eftirlitsmaður KSÍ er Eyjólfur Ólafsson.

Stuðullinn

  1 X 2
Lengjan 2,75 2,80 2,00

Getraunanúmer Keflavíkur er 230.

Efsta deild
Keflavík og ÍA hafa mæst 91 sinni í efstu deild og hafa Skagamenn talsverða yfirburði í viðureignum liðanna.  Liðin mættust fyrst árið 1958 þegar við lékum fyrst í efstu deild.  Akranes vann þann leik 5-1 en Högni Gunnlaugsson skoraði mark Keflavíkur.  Alls hefur ÍA sigrað í 55 leikjum, 12 sinnum hefur orðið jafntefli en Keflavík hefur unnið 24 leiki.  Markatalan er 117-191, Skagamönnum í vil.  Stærstu sigrar Keflavíkur í leikjum liðanna eru 4-1 sigrar 1973 og 2008 en stærsta tapið var 0-9 tap árið 1959 en það er stærsta tap Keflavíkur í efstu deild. 

Fimm leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn ÍA í efstu deild; Hörður Sveinsson hefur skorað fjögur mörk, Sindri Snær Magnússon tvö og Jóhann Birnir Guðmundsson, Guðjón Árni Antoníusson og Magnús Þorsteinsson hafa skorað tvö mörk hver.

Alls hafa 49 leikmenn skorað fyrir Keflavík gegn ÍA í efstu deild.  Það er Steinar Jóhansson sem hefur gert flest mörk fyrir Keflavík gegn ÍA í efstu deild en þau voru níu.  Næstir eru Guðmundur Steinarsson, Óli Þór Magnússon og Þórarinn Kristjánsson allir með fimm mörk.  Þess má geta að Hallgrímur Jónasson skoraði á sínum tíma fjögur mörk fyrir Keflavík í 48 leikjum í efstu deild en mörkin fjögur komu öll á móti liði ÍA.

B-deild
Liðin mættust tvisvar í næstefstu deild en það var árið 1991.  Skagamenn unnu báða leikina og markatalan var 1-6.

Bikarkeppnin
Keflavík og ÍA hafa leikið 15 leiki í bikarkeppninni, fyrst árið 1960 og síðast árið 2006.  Keflavík hefur unnið 5 leikjanna en ÍA 9 en einum lauk með jafntefli.  Markatalan er 17-27 fyrir ÍA.

Síðast
Liðin léku í Pepsi-deildinni fyrr í sumar og þá á heimavelli Skagamanna.  ÍA vann þann leik 4-2 þar sem Sindri Snær Magnússon gerði bæði mörk Keflavíkur en Arsenij Buinickij, Albert Hafsteinsson og Ásgeir Marteinsson skoruðu fyrir heimamenn en eitt markanna var sjálfsmark.

Bæði lið
Í gegnum árin hafa nokkir leikmenn leikið með báðum þessum liðum og má þar nefna Ólaf Gottskálksson, Bjarna Sigurðsson, Kristján Jóhannsson og Bjarka Freyr Guðmundsson.

Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Keflavíkur og ÍA í Keflavíki hafa orðið þessi undanfarin ár:

Dags. Keppni Áh. Úrslit Mörk Keflavíkur
12.09.2013 A-deild 700 5-4 Arnór Ingvi Traustason 5.    
Hörður Sveinsson 19.    
Hörður Sveinsson 38.    
Hörður Sveinsson 62.    
Magnús Þorsteinsson 84.
12.08.2012 A-deild 965 2-3 Jóhann Birnir Guðmundsson 37.    
Jóhann Birnir Guðmundsson 90.
25.05.2008 A-deild 2527 3-1 Hallgrímur Jónasson 16.    
Guðmundur Steinarsson 69. (v)    
Þórarinn Kristjánsson 90.
29.09.2007 A-deild 891 3-3 Hallgrímur Jónasson 3.    
Hallgrímur Jónasson 20.    
Guðjón Árni Antoníusson 27.
08.06.2006 A-deild 1075 0-1  
  Guðmundur Viðar Mete fékk rautt spjald
21.08.2005 A-deild 782 0-1  
23.06.2004 A-deild 607 0-2  
  Ólafur Gottskálksson skorði sjálfsmark
25.08.2002 A-deild 468 0-2  
02.08.2001 A-deild 745 0-1  
26.06.2000 A-deild 450 0-2