Keflavík - ÍA á sunnudag kl. 19:15
Keflavík og ÍA mætast í 4. og umferð Landsbankadeildarinnar á sunnudag. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Eins og flestir ættu að vita eru okkar menn nú á toppi deildarinnar ásamt Fjölni með fullt hús stiga. Skagamenn eru um miðja deild og hafa unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Það er alltaf hart tekist á þegar þessi lið mætast og nokkuð víst að svo verður einnig í þetta sinn. Dómari leiksins verður Ólafur Ragnarsson, aðstoðardómarar hans verða Einar Sigurðsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og Ingi Jónsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Keflavík og ÍA hafa mæst 83 sinni í efstu deild og hafa Skagamenn talsverða yfirburði í viðureignum liðanna. Liðin mættust fyrst árið 1958 þegar við lékum fyrst í efstu deild. Akranes vann þann leik 5-1 en Högni Gunnlaugsson skoraði mark Keflavíkur. Alls hefur ÍA sigrað í 46 leikjum, 12 sinnum hefur orðið jafntefli en Keflavík hefur unnið 25 leiki. Markatalan er 97-174, Skagamönnum í vil. Stærsti sigur Keflavíkur í leikjum liðanna er 4-1 sigur árið 1973 en stærsta tapið var 0-9 tap árið 1959 en það er stærsta tap Keflavíkur í efstu deild. Fimm leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn ÍA í efstu deild; Þórarinn Kristjánsson hefur skorað fjögur mörk, Hallgrímur Jónasson þrjú, Guðmundur Steinarsson og Guðjón Antoníusson hafa skorað tvö mörk og Magnús Þorsteinsson og Hörður Sveinsson eitt mark hvor.
Liðin mættust tvisvar í næstefstu deild en það var árið 1991. Skagamenn unnu báða leikina og markatalan var 1-6.
Keflavík og ÍA hafa leikið 13 leiki í bikarkeppninni, fyrst árið 1960 og síðast í fyrra. Keflavík hefur unnið 5 leikjanna en ÍA 7 en einum lauk með jafntefli. Markatalan er 16-19 fyrir ÍA. Þrír leikmenn Keflavíkur hafa skorað bikarmark gegn ÍA; Guðmundur Steinarsson hefur skorað tvö og Þórarinn Kristjánsson og Símun Samuelsen eitt hvor en þessi mörk komu öll í mögnuðum bikarleik liðanna árið 2006.
Báðir leikirnir liðanna í Landsbankadeildinni í fyrra voru hinir fjörugustu. Skagamenn sigruðu 2-1 á Akranesi með tveimur mörkum frá Bjarna Guðjónssyni en Hallgrímur Jónasson skoraði fyrir Keflavík. Seinni leiknum lauk með 3-3 jafntefli þar sem Hallgrímur skoraði tvö mörk og Guðjón Antoníusson eitt en Vjekoslav Svadumovic, Bjarni Guðjónsson og Jón Vilhelm Ákason skoruðu fyrir ÍA.
Í gegnum árin hafa nokkir leikmenn leikið með báðum þessum liðum og má þar nefna Bjarna Sigurðsson, Kristján Jóhannsson og Bjarka Freyr Guðmundsson.
Úrslit í leikjum Keflavíkur og ÍA í Keflavík hafa orðið þessi í efstu deild undanfarin ár:
2007 |
Keflavík - ÍA |
3-3 | Hallgrímur Jónasson 2 Guðjón Antoníusson | ||
2006 |
Keflavík - ÍA |
0-1 | |||
2005 |
Keflavík - ÍA |
0-1 | |||
2004 |
Keflavík - ÍA |
0-2 | |||
2002 |
Keflavík - ÍA |
0-2 | |||
2001 |
Keflavík - ÍA |
0-1 | |||
2000 |
Keflavík - ÍA |
0-2 | |||
1999 |
Keflavík - ÍA |
2-0 | Eysteinn Hauksson Kristján Brooks | ||
1998 |
Keflavík - ÍA |
0-1 | |||
1997 |
Keflavík - ÍA |
1-1 | Þórarinn Kristjánsson |