Fréttir

Knattspyrna | 12. júlí 2006

Keflavík - ÍBV á fimmtudag kl. 19:15

Keflvíkingar mæta Eyjamönnum á fimmtudagskvöldið á Keflavíkurvelli og hefst leikurinn kl 19:15.  Þetta er fyrsti leikur okkar manna í seinni umferðinni.

Í síðustu átta leikjum Keflvíkinga og Eyjamanna á Keflavíkurvelli hafa Keflvíkingar aðeins sigrað einu sinni.  Sá sigur kom 25. júlí 2002, 1-0 með marki frá Hauk Inga Guðnasyni.  Markatalan er 8-16 ÍBV í hag.  Það er ekki hægt að segja annað en að Eyjamenn hafi mikið og gott tak á okkur Keflvíkingum, sérstaklega á okkar eigin heimavelli.

Búast má við hörkuleik á fimmtudag því staða liðanna er ekki góð.  Keflavík er í sjöunda sætinu og Eyjamenn í því áttunda og bæði lið með 11 stig.  Sigurliðið í þessum leik gæti lyft sér upp um ein fjögur sæti.  Það er von okkar að flestir sjái sig fært að mæta og styðja hressilega við bakið á okkar liði í þessari baráttu sem framundan er.  Nú á að gefa allt í þetta.  Þó svo að forysta FH sé mjög góð, 10 stig á annað sætið og verður 12 stig á okkur, þá er annað sætið mjög mikilvægt og einnig það þriðja.  Svo það er alltaf að einhverju að keppa.

Dómari í leiknum verður Garðar Örn Hinriksson sem dæmdi einnig í Eyjum í fyrsta leik okkar.  Aðstoðardómarar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Eyjólfur Ágúst Finnsson.  Eftirlitsmaður KSÍ verður Guðmundur Sigurðsson.

Sjáumst á fimmtudag kl 19:15
ÁFRAM KEFLAVÍK!!

JÖA

Úrslit í leikjum Keflavíkur og ÍBV í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:

     2005    

Keflavík - ÍBV 

2-2 Hörður Sveinsson
Ólafur Jón Jónsson
2004

Keflavík - ÍBV

2-5 Hörður Sveinsson
Guðmundur Steinarsson
2002

Keflavík - ÍBV

1-0 Haukur Ingi Guðnason
2001

Keflavík - ÍBV

0-2
2000

Keflavík - ÍBV

1-2 Kristján Brooks
1999

Keflavík - ÍBV

1-1 Kristján Brooks
1998

Keflavík - ÍBV

0-3
1997

Keflavík - ÍBV

1-1 Ragnar Steinarsson
1996

Keflavík - ÍBV

1-0 Þórarinn Kristjánsson
1995

Keflavík - ÍBV

1-0 Marco Tanasic