Keflavík - ÍBV á laugardag
Við minnum á leik Keflavíkur og ÍBV í Lengjubikarnum en leikurinn verður í Reykjaneshöllinni á laugardag kl. 15:00. Leikir þessara liða eru jafnan fjörugir og skemmtilegir. Okkar menn byrjuðu með sigri í keppninni en töpuðu svo næsta leik. Það hefur svo sannarlega verið fjör í þessum leikjum og 15 mörk séð dagsins ljós! Eyjamenn hafa leikið einn leik og töpuðu þá 3-5 fyrir Breiðablik.
Keflavík hefur ekki teflt fram sínu sterkasta liði hingað til frekar en flest önnur félög. Nokkuð er um meiðsli í okkar herbúðum og einhverjir leikmenn eru ekki enn mættir til landsins. Yngri leikmenn hafa því fengið tækifæri og staðið sig vel. Það er full ástæða til að hvetja stuðningsmenn til að fjölmenna í Reykjaneshöllina á laugardaginn og sjá skemmtilegan leik.