Fréttir

Knattspyrna | 4. febrúar 2011

Keflavík - ÍBV á laugardag kl. 13:00

Keflavík og ÍBV leika í úrslitum fótbolta.net-mótsins á laugardag.  Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 13:00.  Keflavík vann A-riðil mótsins þar sem liðið vann tvo leiki en tapaði einum.  Eyjamenn fóru með sigur af hólmi í B-riðlinum þar sem þeir unnu alla þrjá leiki sína.  Það er ástæða til að hvetja stuðningsmenn til að mæta á leikinn og sjá spennandi úrslitaleik.