Fréttir

Knattspyrna | 27. ágúst 2010

Keflavík - ÍBV á laugardag kl. 14:00

Laugardaginn 28. ágúst leika Keflavík og ÍBV í úrslitakeppni 1. deildar kvenna.  Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum í Keflavík og hefst kl. 14:00.  Þetta er fyrri leikur liðanna í undanúrslitum keppninnar en seinni leikurinn verður úti í Eyjum miðvikudaginn 1. september.  Það lið sem sigrar í þessari viðureign leikur svo til úrslita í deildinni við Selfoss eða Þrótt R.  Dómari leiksins verður Birkir Sigurðarson og aðstoðardómarar hans þau Kristbjörn Hilmir Kjartansson og Bryndís Sigurðardóttir.  Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar okkar í baráttunni framundan.