Keflavík - ÍBV á miðvikudag kl. 18:00
Miðvikudaginn 2. júlí er komið að leik í 10. umferð Pepsi-deildarinnar þegar Keflavík og ÍBV mætast á Nettó-vellinum kl. 18:00. Fyrir leikinn er Keflavík í 3.-6. sæti deildarinnar með 16 stig en Eyjamenn er hins vegar í neðsta sætinu með eitt stig. Leikir þessar liða eru alltaf fjörugir og þess má geta að síðasti markalausi leikur þeirra var árið 1994. Dómari leiksins verður Erlendur Eiríksson, aðstoðardómarar þeir Óli Njáll Ingólfsson og Björn Valdimarsson og eftirlitsmaður KSÍ er Jón Þór Ágústsson.
Efsta deild
Keflavík og ÍBV hafa leikið 67 leik í efstu deild, þann fyrsta árið 1968. Það hefur verið mikið jafnræði með liðunum en þau hafa bæði unnið 27 sinnum en 13 leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 102-109, ÍBV í vil. Stærsti sigur Keflavíkur gegn ÍBV kom árið 2009 en honum lauk með 6-1 sigri á heimavelli. Eyjamenn sigruðu 6-1 árið 1972 og 5-0 árið 2000. Mestu markaleikur þessara liða eru tveir heimasigrar hjá Keflavík, 5-3 sigur árið 1971 og 6-2 leikur árið 2006. Sjö leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn ÍBV í efstu deild; Hörður Sveinsson hefur skorað sex mörk, Jóhann Birnir Guðmundsson fjögur, Bojan Stefán Ljubicic og Magnús Þórir Matthíasson tvö og þeir Einar Orri Einarsson, Magnús Þorsteinsson og Haraldur Freyr Guðmundsson hafa gert eitt mark hver. Það er hins vegar Steinar Jóhansson sem hefur gert langflest mörk fyrir Keflavík gegn ÍBV í efstu deild eða 12.
Bikarkeppnin
Liðin hafa mæst 9 sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1968 og síðast árið 1999. Keflavík hefur unnið 3 bikarleiki en Eyjamenn 5. Einum leik lauk með jafntefli og það er auðvitað hinn frægi bikarúrslitaleikur á Laugardalsvelli árið 1997. Markatalan í bikarnum er 14-16 fyrir Eyjamenn.
Í fyrra
Liðin léku að sjálfsögðu tvisvar í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Fyrri leikurinn fór fram á Hásteinsvelli í Eyjum. Þar varð niðurstaðan 1-1 jafntefli þar sem Hörður Sveinsson skoraðí fyrir Keflavík en Jón Ingason fyrir heimamenn. Keflavík vann svo seinni leikinn 4-2 í næstsíðustu umferðinni og tryggði þar með endanlega sæti sitt í deildinni. Þar gerðu Jóhann Birnir Guðmundsson, Einar Orri Einarsson, Hörður Sveinsson og Bojan Stefán Ljubicic mörk Keflavíkur. Aaron Spear og Gunnar Már Guðmundsson gerðu mörkin fyrir ÍBV.
Bæði lið
Nokkrir leikmenn hafa leikið með bæði Keflavík og ÍBV, auk þess sem Kjartan nokkur Másson þjálfaði bæði liðin á sínum tíma. Varnarjaxlarnir Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Valþór Sigþórsson og Jakob Jónharðsson léku með báðum liðum og það gerði einnig Zoran nokkur Ljubicic. Rútur Snorrason lék nokkra leiki með Keflavík áður en hann varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla en Rútur hafði áður leikið um árabil með ÍBV.
Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Keflavíkur og ÍBV í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:
2013 | Keflavík - ÍBV | 4-2 |
Jóhann Birnir Guðmundsson Einar Orri Einarsson Hörður Sveinsson Bojan Stefán Ljubicic |
2012 | Keflavík - ÍBV | 1-0 | Jóhann Birnir Guðmundsson |
2011 | Keflavík - ÍBV | 0-2 | |
2010 | Keflavík - ÍBV | 4-1 |
Hörður Sveinsson Arnór Ingvi Traustason Magnús Þorsteinsson Bojan Stefán Ljubicic |
2009 | Keflavík - ÍBV | 6-1 |
Guðmundur Steinarsson 2 Símun Samuelsen 2 Alen Sutej Haraldur Freyr Guðmundsson |
2006 | Keflavík - ÍBV | 6-2 |
Þórarinn Kristjánsson 2 Stefán Örn Arnarson 2 Kenneth Gustavsson Guðmundur Steinarsson |
2005 | Keflavík - ÍBV | 2-3 |
Hörður Sveinsson Ólafur Jón Jónsson |
2004 | Keflavík - ÍBV | 2-5 |
Hörður Sveinsson Guðmundur Steinarsson |
2002 | Keflavík - ÍBV | 1-0 | Haukur Ingi Guðnason |
2000 | Keflavík - ÍBV | 1-2 | Kristján Brooks |
Leikurinn
Að þessu sinni rifjum við upp dramatískan leik Keflavíkur og ÍBV í síðustu umferð deildarinnar árið 2010. Þetta ár varð Breiðablik Íslandsmeistari en fyrir síðustu umferðina áttu Eyjamenn enn möguleika á titlinum. Þeir töpuðu hins vegar 4-1 í lokaleiknum á Nettó-vellinum en þess má geta að Arnór Ingvi Traustason og Bojan Stefán Ljubicic skoruðu báðir fyrsta mark sitt í efstu deild í leiknum.
Smellið á fréttina fyrir neðan til að sjá stærri útgáfu.