Fréttir

Knattspyrna | 21. ágúst 2004

Keflavík - ÍBV á sunnudag

Keflavík og ÍBV eigast við í 15. umferð Landsbankadeildarinnar á sunnudag.  Leikurinn hefst á Keflavíkurvelli kl. 18:00.  Okkar menn eru eins og er í 4.-5. sæti deildarinnar með 21 stig en lið ÍBV er í þriðja sætinu með 22 stig.  Þessi leikur hefur því mikla þýðingu fyrir bæði lið og ræður miklu um framhaldið og baráttuna um efstu sætin og þátttökurétt í Evrópukeppni.  Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 4-0 sigri Eyjamanna á þeirra heimavelli þannig að nú þurfa strákarnir að spýta í lófana og snúa við blaðinu.  Við hvetjum Keflvíkinga til að fjölmenna á völlinn og hvetja liðið á lokasprettinum á leiktíðinni.  Áfram Keflavík!!