Keflavík - ÍBV í kvöld
Í kvöld leika Keflavík og ÍBV til undanúrslita í Deildarbikarnum og hefst leikurinn í Egilshöll kl. 19:00. Liðið sem sigrar mætir FH-ingum í úrslitaleik keppninnar á Stjörnuvelli miðvikudaginn 3. maí. Við hvetjum fólk til að mæta í Grafarvoginn í kvöld og sjá spennandi leik en í gegnum árin hafa leikir okkar gegn Eyjamönnum jafnan verið miklir baráttuleikir.