Keflavík - Ipswich Town
Keflavíkurpiltar og stúlkur í 4. flokki taka þessa dagana þátt í VISA REY CUP, sem er alþjóðlegt mót sem haldið er af Þrótti í Reykjavík. Krakkarnir hafa staðið sig mjög vel það sem af er móti en mótinu lýkur á sunnudaginn.A–liðið lék í gær gegn Umf.Bess. og sigraði nokkuð örugglega 5 - 1, mörkin gerður Viktor Guðnason 2, Helgi Eggertsson 2 og Einar Orri Einarsson. Í dag voru svo spilaðir tveir leikir. Fyrst var leikið gegn Völsungi og sigruðu Keflavíkurpiltar 6 - 2, mörkin gerðu Helgi Eggertsson 3, Björn Geir Másson, Vilhjálmur Birnisson og Viktor Guðnason. Síðasti leikur piltanna í dag var því hreinn úrslitaleikur í riðlinum gegn Þrótti. Keflavíkurpiltar máttu lúta í gras og töpuðu 3 - 1, mark Keflavíkur gerði Viktor Guðnason. Þar með endaði Keflavík í 2. sæti riðilsins sem tryggði þeim sæti í 8-liða úrslitum (sem spilað er sem "krossspil") en þar mætum við enska stórliðinu Ipswich Town og verður leikið á laugardagsmorgun kl. 10:00.
B–liðinu gekk mjög vel og lauk keppni í riðlinum í dag með fullu húsi stiga. Í gær bar liðið sigur á Fylki 5 - 2 með tveimur mörkum Péturs Elíassonar, einnig gerðu eitt mark hver þeir Ingimar Rafn Ómarsson, Almar Guðbrandsson og Oddur Gunnarsson (Oddssonar). Í morgun sigraði liðið Þrótt 5 - 0, mörkin gerðu Ingimar Rafn Ómarsson 2, Almar Guðbrandsson, Pétur Elíasson og Fannar Orri Sævarsson. Síðasti leikur dagsins var hreinn úrslitaleikur riðilsins gegn Geislum (lið frá Húnavatnssýslu) sem höfðu einnig unnið báða sína leiki nokkuð sannfærandi. Keflavíkurpiltar voru hálf ragir til að byrja með enda margir af liðsmönnum Geisla "tröllvaxnir". Geislapiltar komust í 1 - 0 en þá fóru Keflavíkurpiltar að láta meira til sín taka og bættu leik sinn verulega og sigruðu að lokum 5 - 1. Mörkin gerðu Ómar Hjaltason 2, Fannar Orri Sævarsson 2 og Davíð Þorsteinsson. Keflavík leikur á morgun kl. 11:00 gegn Grindavík (A-lið Grindavíkur) í 8-liða úrslitum.
Þess má og geta að 4. flokkur kvenna leikur einnig í mótinu. A-liðið lauk riðlakeppninni með fullu húsi stiga. B-liðinu gekk öllu verr, enda spiluðu þær nær eingöngu gegn A-liðum, þær náðu jöfnu í einum leik en töpuðu öðrum leikjum.
Öll úrslit úr mótinu og aðrar upplýsingar má nálgast á heimasíðu mótsins: http://www.reycup.is.
![]() |
Mynd af heimasíðu ReyCup |