Fréttir

Knattspyrna | 20. febrúar 2009

Keflavík - ÍR á laugardag kl. 12:00

Nú er alvara lífsins að hefjast en Keflavík og ÍR mætast í 1. umferð Lengjubikarsins á laugardaginn.  Leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 12:00.  Þar með hefst undirbúningur fyrir knattspyrnusumarið fyrir alvöru og því alveg óhætt að mæta og sjá spennandi leik.  ÍR-ingar eru með ágætt lið sem sigraði örugglega í 2. deildinni síðasta sumar.  Þess má geta að þjálfari þeirra, Guðlaugur Baldursson, og Kristján þjálfari okkar eru góðir vinir en Guðlaugur var t.d. veislustjóri í brúðkaupi Kristjáns.  Það má því búast við því að þeir félagar leggi mikla áherslu á sigur í leiknum, svona til að þurfa ekki að hlusta á grobbið í félaganum...