Fréttir

Knattspyrna | 25. mars 2011

Keflavík - KA á laugardag kl. 16:00

Keflavík og KA leika í Lengjubikar karla á laugardag.  Leikurinn er í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 16:00.  Fyrir leikinn er Keflavík með 4 stig í riðlinum en KA hefur hlotið eitt stig.  Dómari leiksins verður Pétur Guðmundsson og aðstoðardómarar hans þeir Jan Eric Jessen og Haukur Erlingsson.

Þess má geta að Keflavík og KA hafa áður leikið fimm leiki í Lengjubikarnum, fyrst árið 2001 og síðast árið 2006.  Keflavík hefur unnið þrjá leikjanna og KA einn en einum leik lauk með jafntefli.  Markatalan í þessum leikjum er 14-9 fyrir Keflavík.