Fréttir

Knattspyrna | 25. maí 2005

Keflavík - KR á fimmtudag

Það verður enn einn stórleikurinn á Keflavíkurvelli á fimmtudaginn þegar KR-ingar koma í heimsókn.  Það er alltaf stemmning þegar þessi lið mætast og þau hafa háð skemmtilega leiki undanfarin ár.  Dómari leiksins verður Garðar Örn Hinriksson, aðstoðardómarar Eyjólfur Ágúst Finnsson og Einar Sigurðsson og Páll Júlíusson er eftirlitsmaður KSÍ.

Keflavík og KR hafa leikið 77 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1958.  Jafnræði hefur verið með liðunum í gegnum árin, þau hafa bæði sigrað í 27 leikjum en 23 hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 103-118, KR í vil.  Stærsti sigur Keflavíkur í innbyrðis leikjum liðanna var 5-1 sigur á Keflavíkurvelli árið 1974 (sjá neðst á síðunni).  Stærsti sigur KR-inga er hins vegar 8-1 árið 1960 og það er jafnframt mesti markaleikur þessara liða.  Þrír leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn ÍBV í efstu deild; Guðmundur Steinarsson hefur skorað þrívegis, Hólmar Örn Rúnarsson tvisvar og Hörður Sveinsson eitt mark.

Liðin hafa mæst 10 sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1963 og síðast árið 2000.  Keflavík hefur unnið 4 bikarleiki en KR 6.  Markatalan í bikarnum er 16-23 fyrir KR.  Guðmundur Steinarsson hefur skorað eitt bikarmark gegn KR en það var í síðasta bikarleik liðanna sem lauk með 2-1 sigri Keflvíkinga árið 2000.

Síðasta sumar mættust liðin tvisvar í Landsbankadeildinni.  Keflavík vann heimaleik sinn 3-1 með mörkum frá Stefáni Gíslasyni, Scott Ramsay og Herði Sveinssyni.  Leiknum á KR-velli lauk með 1-1 jafntefli þar sem Hólmar Örn Rúnarsson setti markið.

Nokkrir leikmenn hafa leikið með bæði Keflavík og KR og ekki síður hafa félögin deilt sömu þjálfurunum.  Guðni Kjartansson, Hólmbert Friðjónsson, Ian Ross og Pétur Pétursson hafa allir þjálfað bæði liðin.  Upp úr 1990 var hálfgerð Keflavíkurnýlenda í Vesturbænum þegar Ólafur Gottskálksson, Sigurður Björgvinsson, Gunnar Oddsson og Ragnar Margeirsson léku þar allir undir stjórn Guðna.  Sonur Guðna, Haukur Ingi, hefur einnig leikið fyrir Keflavík og KR og seinni árin hafa Stefán Gíslason og markmennirnir Bjarki Freyr Guðmundsson og Gunnleifur Gunnleifsson skipt milli þessara liða.

Úrslit í leikjum Keflavíkur og KR í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:

     2004    

Keflavík - KR

3-1 Stefán Gíslason
Scott Ramsay
Hörður Sveinsson
2002

Keflavík - KR

0-1
2001

Keflavík - KR

3-1 Þórarinn Kristjánsson 2
Guðmundur Steinarsson
2000

Keflavík - KR

1-0 Zoran Ljubicic
1999

Keflavík - KR

1-3 Eysteinn Hauksson
1998

Keflavík - KR

1-0 Róbert Sigurðsson
1997

Keflavík - KR

1-1 Eysteinn Hauksson
1996

Keflavík - KR

2-2 Eysteinn Hauksson
Jóhann B. Guðmundsson
1995

Keflavík - KR

0-1
1994

Keflavík - KR

2-2 Ragnar Margeirsson
Marco Tanasic
1993

Keflavík - KR

1-4 Óli Þór Magnússon