Keflavík - KR á laugardag kl. 16:00
Laugardaginn 19. mars leika Keflavík og KR í Lengjubikarnum. Leikurinn verður í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 16:00. Fyrir leikinn er KR með 9 stig eftir þrjá leiki en Keflavík er með 4 stig, sömuleiðis eftir þrjá leiki. Það er því ljóst að okkar menn þurfa sigur í leiknum. Dómari leiksins verður Leiknir Ágústsson og aðstoðardómarar þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Viðar Helgason.
Keflavík og KR hafa leikið sjö leiki í deildarbikarnum, fyrst árið 1997 og síðast í fyrra. KR hefur unnið fjóra leiki og Keflavík tvo en einum leik lauk með jafntefli. Markatalan í leikjum liðanna er 9-15 fyrir KR.
Fyrir þá sem ekki eiga heimangegnt má geta þess að leikurinn verður sýndur beint á SportTV.