Keflavík - KR á miðvikudag kl. 19:15
Þá er komið að bikarkeppninni og leik gegn KR í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn verður á Nettó-vellinum miðvikudaginn 3. júní kl. 19:15. Það þarf varla að taka fram að þessi lið léku einmitt til úrslita í bikarnum síðasta sumar og þá vann KR. Dómari leiksins verður Þorvaldur Árnason, aðstoðardómarar eru Birkir Sigurðarson og Bryngeir Valdimarsson, varadómari er Leiknir Ágústsson og eftirlitsmaður KSÍ er Björn Guðbjörnsson. Þess má geta að leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Liðin hafa mæst 13 sinnum í bikarkeppni KSÍ en KR er það félag sem við höfum leikið flesta leiki gegn í bikarnum. Þessi félög mættust fyrst í bikarnum árið 1963 þegar þau léku í undanúrslitum. Keflavík hefur unnið fimm bikarleiki en KR átta og markatalan er 21-28 fyrir KR. Keflavík og KR hafa tvisvar leikið til úrslita í bikarnum, Keflavík vann úrslitaleik liðanna árið 2006 en eins og áður sagði fóru KR-ingar með sigur af hólmi í fyrra.
Þetta verður í fyrsta skipti sem Keflavík og KR mætast svo snemma í bikarkeppninni. Áður hafa liðin leikið tvo úrslitaleiki, mæst sex sinnum í undanúrslitum, leikið þrisvar í 8 liða úrslitum og tvisvar í 16 liða úrslitunum. Á árum áður léku auðvitað mun færri lið í bikarkeppninni og á upphafsárum bikarsins komu lið í efstu deild jafnvel fyrst inn í 8 liða úrslitum.
Þrír leikmenn í leikmannahópi okkar hafa skorað bikarmark gegn KR en það eru þeir Hörður Sveinsson, Magnús Þórir Matthíasson og Guðjón Árni Antoníusson. Ragnar Margeirsson hefur gert flest bikarmörk gegn KR en þau voru þrjú talsins.
Bikarleikir Keflavíkur og KR:
Dags. | Umferð | Leikur | Úrslit | Mörk Keflavíkur |
16.08.2014 | Úrslitaleikur | KR - Keflavík | 2-1 | Hörður Sveinsson |
03.07.2011 | 8 liða úrslit | KR - Keflavík | 3-2 |
Magnús Þórir Matthíasson Andri Steinn Birgisson |
30.09.2006 | Úrslitaleikur | KR - Keflavík | 0-2 |
Guðjón Árni Antoníusson Baldur Sigurðsson |
03.07.2000 | 16 liða úrslit | KR - Keflavík | 1-2 |
Hjálmar Jónsson Guðmundur Steinarsson |
31.07.1995 | Undanúrslit | Keflavík - KR | 0-1 | |
01.08.1990 | Undanúrslit | Keflavík - KR | 2-4 |
Marko Tanasic Óli Þór Magnússon |
04.07.1984 | 16 liða úrslit | KR - Keflavík | 5-1 | Ragnar Margeirsson |
11.08.1982 | Undanúrslit | Keflavík - KR | 2-1 | Ragnar Margeirsson 2 |
27.08.1975 | Undanúrslit | Keflavík - KR | 2-1 |
Jón Ólafur Jónsson Guðjón Guðjónsson |
07.10.1972 | 8 liða úrslit | KR - Keflavík | 2-4 |
Steinar Jóhannsson Jón Ólafur Jónsson Einar Gunnarsson Ólafur Júlíusson |
01.10.1967 | 8 liða úrslit | KR - Keflavík | 2-1 | Einar Gunnarsson |
16.10.1966 | Undanúrslit | Keflavík - KR | 0-3 | |
29.09.1963 | Undanúrslit | KR - Keflavík | 3-2 |
Jón Jóhannsson Sigurður Albertsson |