Fréttir

Knattspyrna | 20. febrúar 2004

Keflavík - KR í dag

Í dag, föstudaginn 20. febrúar, spilar 3. flokkur karla gegn Vesturbæjarstórveldinu KR.  Leikið verður í Reykjaneshöllinni og hefst leikurinn kl. 17:00. Búast má við hörkuleik, en Keflavíkurpiltar hafa verið að leika sérlega vel og náð góðum úrslitum undanfarið.  KR piltar í 3. flokki hafa á að skipa mjög öflugu liði og að margra mati því sterkasta á landinu í þessum aldursflokki.  Fólk er hvatt til þess að kíkja við í Reykjaneshöllinni og sjá okkar pilta kljást við þá langröndóttu.  ÁFRAM KEFLAVÍK!


Viktor Guðnason hefur verið að spila mjög vel í vetur.
Hann verður í eldlínunni ásamt félögum sínum í 3. flokki Keflavíkur gegn KR í dag.