Fréttir

Knattspyrna | 12. maí 2008

Keflavík - KR í í Landsbankadeild kvenna

Nú er keppni að hefjast í Landsbankadeild kvenna og okkar stelpur hefja leik þriðjudaginn 13. maí gegn KR.  Þær feta í fótspor strákanna og leika á heimavelli gegn liðinu sem spáð er sigri í deildinni.  Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum og hefst kl. 19:15.  Leikurinn er í boði DHL.  Dómari verður Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, aðstoðardómarar þeir Ægir Magnússon og Kári Oddgeirsson og eftirlitsmaður KSÍ er Halldór Örn Þorsteinsson.

Eins og áður sagði er KR-stúlkum spáð sigri í Landsbankadeildinni.  Keflavík er spáð 4. sæti en liðið lenti í því sæti síðasta sumar en það er besti árangur Keflavíkur í efstu deild kvenna frá upphafi.  Auk þess komst liðið í úrslitaleik bikarsins þar sem það mætti einmitt KR.

Við hvetjum alla til að mæta og hvetja lið Keflavikur í harðri baráttu í Landsbankadeild kvenna.