Fréttir

Knattspyrna | 16. mars 2007

Keflavík - KR í kvöld

Keflavík og KR mætast í Lengjubikarnum í kvöld.  Leikurinn er á heimavelli okkar í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 20:30.  Okkar menn eru með 6 stig eftir þrjá leiki, hafa unnið tvo leiki en tapað einum.  Í leikjunum þremur hafa verið skoruð 18 mörk þannig að það má eiga von á mörkum í leikjum Keflavíkurliðsins þessa dagana.  KR-ingar hafa unnið báða leikina sem þeir hafa leikið í Lengjubikarnum.  Það má því reikna með hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast.  Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta í Höllina og sjá skemmtilegan leik.


Úr leik KR og Keflavíkur í Landsbankadeildinni í fyrra.
(Mynd: Jón Örvar Arason)