Keflavík - KR í Landsbankadeild kvenna
Keflavíkurstúlkur taka á móti KR í 12. umferð Landsbankadeildar kvenna á morgun þriðjudag 16. ágúst kl. 19:00 á Keflavíkurvelli. Keflavík sótti ÍBV heim í 11. umferð og tapaði naumlega með 4 mörkum gegn 3. Hvetjum við alla til að koma og styðja stelpurnar á lokasprettinum. Keflavíkurstúlkur er með 12 stig þegar 3 umferðir eru eftir.