Keflavík - Leiknir á laugardag kl. 14:00
Þá er komið að síðasta leik sumarsins en það er heimaleikur gegn Leikni í 22. og síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn verður á Nettó-vellinum í Keflavík laugardaginn 3. október kl. 14:00. Það þarf ekki að taka fram að það er lítið í húfi í þessum leik enda bæði liðin fallin úr deildinni. Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta á völlinn og hvetja strákana í þessum lokaleik.
Dómararnir
Dómari leiksins verður Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, aðstoðardómarar þeir Steinar Berg Sævarsson og Bjarki Óskarsson, varadómari verður Valgeir Valgeirsson og eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Ingi Guðjónsson.
Stuðullinn
1 | X | 2 | |
Lengjan | 2,35 | 2,65 | 2,40 |
Getraunanúmer Keflavíkur er 230.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um fyrri leiki Keflavíkur og Leiknis enda verður þetta aðeins annar deildarleikur félaganna. Sá fyrsti var auðvitað fyrri leikur liðanna í Pepsi-deildinni fyrr í sumar en hann fór fram á heimavelli Leiknismanna. Þeim leik lauk með 1-1 jafntefli þar sem Magnús Þórir Matthíasson skoraði fyrir Keflavík en Kristján Páll Jónsson jafnaði fyrir heimamenn.
Liðin mættust í 16 liða úrslitum bikarsins árið 2006 en sá leikur fór einmitt fram á heimavelli Leiknis. Keflavík vann leikinn 3-0 en þar gerði Stefán Örn Arnarson tvö mörk og Guðmundur Steinarsson eitt.
Hjá Leikni hittum við fyrrverandi leikmann okkar en það er Halldór Kristinn Halldórsson sem lék með okkar liði síðustu tvö ár.