Fréttir

Knattspyrna | 18. ágúst 2005

Keflavík - Mainz 05

Forsala aðgöngumiða á leik Keflavíkur og Mainz 05 sem verður á Laugardalsvelli 25. ágúst kl. 19:15 hefst í Básnum síðdegis á föstudaginn 19. ágúst.  Verð miða á leikinn hefur verið ákveðið 1.500,- en í forsölunni í Básnum verður forsöluverð 1.200,- og frítt er inn fyrir börn. 

Mikill áhugi er fyrir leiknum og m.a. er gert ráð fyrir um 100 blaðamönnum frá Þýskalandi og 200 stuðningsmönnum Mainz 05.  Stuðningsmenn Keflavíkur og unnendur þýskrar knattspyrnu á Íslandi ættu því að fá eitthvað fyrir sinn snúð á leik þar sem möguleikar Keflavíkur eru vissulega fyrir hendi í þessum leik.  Keflavíkurliðið sýndi það í leiknum í Frankfurt að það verður til alls líklegt á móti Þjóðverjunum í Laugardalnum.  2-0 tap úti var nefnilega ósanngjart, 1-1 hefðu líka getað orðið úrslitin ef lukkan hefði verið með okkur í liði.  Það er því aðeins eitt í stöðunni og það er að vinna leikinn og komast áfram.  ási