Keflavík - Mainz í 2. umferð
Keflavík mætir þýska liðinu 1. FSV Mainz í 2. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða en dregið var nú í hádeginu. Samkvæmt drættinum fer fyrri leikurinn fram í Þýskalandi 11. ágúst en sá seinni verður heimaleikur okkar 25. ágúst. Þýska liðið kom inn í keppnina sem eitt af þremur liðum sem fékk inngöngu vegna „Fair play“ átaks UEFA. Alls fer fram 31 leikur í þessari umferð; liðin sem vinna þá fara í 1. umferð sjálfrar keppninnar sem fer fram í september en þar bætast 49 lið í hópinn.
Gunnar skorar seinna markið gegn Etzella og sitt fyrsta mark fyrir Keflavík.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)