Fréttir

Knattspyrna | 3. febrúar 2010

Keflavík - Reynir í Reykjaneshallarmótinu

Reynir og Keflavík leika í afmælismóti Reykjaneshallarinnar í kvöld, miðvikudaginn 3. febrúar.  Leikurinn hefst kl. 19:00 og svo skemmtilega vill til að hann fer einmitt fram í Reykjaneshöllinni.  Þetta er fyrsti leikur þessara liða í mótinu en leik okkar manna gegn Víði var frestað í síðustu viku.  Það er full ástæða til að hvetja stuðningsmenn til að drífa sig á leikinn og sjá skemmtilegan nágrannaslag.