Fréttir

Knattspyrna | 15. apríl 2011

Keflavík - Selfoss á laugardag kl. 12:00

Keflavík og Selfoss leika í síðustu umferð riðlakeppni Lengjubikarsins á laugardag.  Liðin leika í Reykjaneshöllinni og hefja leik kl. 12:00.  Fyrir leikinn er Keflavík í 5. sæti riðilsins með 7 stig en Selfoss í 4. sæti með 8 stig.  Það er ljóst að þetta verður síðasti leikur okkar menna í keppninni í ár en þegar er ljóst hvaða lið komast áfram í undanúrslitin.  Dómari leiksins verður Þorvaldur Árnason en aðstoðardómarar þeir Gylfi Már Sigurðsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson.

Keflavík og Selfoss hafa þrisvar áður mæst í deildarbikar karla, 1998 og 2009.  Keflavík hefur unnið alla leikina þrjá og markatalan er 13-4 fyrir Keflavík.

Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómari 1   Gylfi Már Sigurðsson
Aðstoðardómari 2   Ásgeir Þór Ásgeirsson