Keflavík - Selfoss í úrslitaleik C-deildar Lengjubikarsins
Í kvöld, þriðjudag, leika Keflavík og Selfoss til úrslita í C-deild lengjubikars kvenna. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 19:00. Okkar stúlkur tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á liði Völsungs en Selfyssingar unnu Skagastúlur í undanúrslitunum.