Fréttir

Knattspyrna | 18. júní 2008

Keflavík - Stjarnan á fimmtudag kl. 19:15

Keflavík og Stjarnan mætast í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla fimmtudaginn 19. júní.  Leikur liðanna fer fram á Sparisjóðsvellinum í Keflavík og hefst kl. 19:15.  Það er óhætt að hvetja stuðningsmenn til að mæta á þennan leik enda eru sex ár síðan Keflavík lék síðast heimaleik í bikarkeppninni.  Það var 3. júlí 2002 en þá hét keppnin Coca-Cola bikarinn.  Þá unnum við U23 ára lið Skagamanna í vítaspyrnukeppni eftir 3-3 jafntefli.  Vítaspyrnukeppnin var skrautleg en henni lauk 10-9.  Stjörnumenn hafa verið að leika vel í 1. deildinni í sumar undir stjórn Bjarna Jóhannssonar og eru nú í 3. sæti deildarinnar.  Dómari leiksins verður Ólafur Ragnarsson, aðstoðardómarar Sigurður Óli Þórleifsson og Áskell Þór Gíslason og eftirlitsmaður KSÍ verður Þorvarður Björnsson. 

Keflavík og Stjarnan léku 8 leiki í efstu deild á árunum 1994-2000.  Keflavík hefur unnið 4 leiki en Stjarnan tvo og tvisvar hefur orðið jafntefli.  Markatalan er 13-8 fyrir Keflavík.  Guðmundur Steinarsson hefur skorað tvö mörk gegn Stjörnunni í efstu deild.

Liðin hafa leikið 4 leiki í B-deildinni, árin 1992 og 2003.  Keflavík hefur unnið tvo þessara leikja og Stjarnan einn, einum leik lauk með jafntefli.  Markatalan er 8-6 fyrir Keflavík.  Einn leikmaður Keflavíkur hefur skorað í leikjum liðanna í næstefstu deild en það er Magnús Þorsteinsson.

Keflavík og Stjarnan hafa aldrei mæst í bikarkeppni KSÍ og leikurinn er því sögulegur að því leyti.  Besti árangur Stjörnunnar í bikarkeppninni var árið 1994 en liðið komst þá í undanúrslit.

Liðin mættust síaðst árið 2003 þegar þau léku í 1. deild.  Fyrri leik liðanna lauk með 5-3 heimasigri Keflavíkur.  Þar skoraði Stefán Gíslason tvö mörk og þeir Magnús Þorsteinsson, Adolf Sveinsson og Hafsteinn Rúnarsson eitt mark hver.  Brynjar Sverrisson, Valdimar Kristófersson og Vilhjálmur Vilhjálmsson skoruðu fyrir gestina.  Seinni leiknum í Garðabæ lauk með 1-1 jafntefli.  Ólafur Gunnarsson náði forystunni fyrir heimamenn en Scott Ramsay jafnaði fyrir Keflavík.

Nokkrir leikmenn hafa leikið með bæði Keflavík og Stjörnunni í gegnum árin, m.a. Bjarki Freyr Guðmundsson, Adolf Sveinsson og Kristinn Guðbrandsson.

Úrslit í leikjum Keflavíkur og Stjörnunnar í Keflavík hafa orðið þessi:

2003 B-deild

Keflavík - Stjarnan

5-3 Stefán Gíslason 2
Magnús Þorsteinsson
Adolf Sveinsson
Hafsteinn Rúnarsson
2000 A-deild

Keflavík - Stjarnan

1-0 Guðmundur Steinarsson
1997 A-deild

Keflavík - Stjarnan

2-1 Eysteinn Hauksson
Haukur Ingi Guðnason
     1996    A-deild

Keflavík - Stjarnan

0-1
1994 A-deild

Keflavík - Stjarnan

4-1

Ragnar Margeirsson 2
Kjartan Einarsson
Sverrir Þór Sverrisson

1992 B-deild

Keflavík - Stjarnan

1-0 Marco Tanasic