Fréttir

Knattspyrna | 22. ágúst 2010

Keflavík - Stjarnan á mánudag kl. 18:00

Mánudaginn 23. ágúst koma Garðbæingar í heimsókn þegar Keflavík og Stjarnan leika í 17. umferð Pepsi-deildarinnar.  Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum og við vekjum athygli á því að flautað verður til leiks kl. 18:00.  Svo skemmtilega vill til að fyrir leikinn eru liðin bæði með 23 stig í 5.-6. sæti deildarinnar og sigla lygnan sjó um miðja deild.  Stjörnumenn hafa unnið tvö síðustu leiki sína en okkar mönnum hefur gengið brösuglega í síðustu leikjum og finnst væntanlega kominn tími til að breyta því og landa fyrsta "heima"-sigri sumarsins.  Dómari leiksins verður Guðmundur Ársæll Guðmundsson, aðstoðardómarar Áskell Þór Gíslason og Leiknir Ágústsson og eftirlitsmaður KSÍ verður gamla kempan Eyjólfur Ólafsson.  

Keflavík og Stjarnan hafa leikið 11 leiki í efstu deild á árunum, þann fyrsta árið 1994.  Keflavík hefur unnið fjóra leiki en Stjarnan þrjá og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli.  Markatalan er 14-13 fyrir Keflavík.  Þeir Guðmundur Steinarsson, Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson hafa allir skorað tvö mörk gegn Stjörnunni í efstu deild en Hörður Sveinsson hefur skorað eitt mark.

Liðin léku fjóra leiki í B-deildinni, árin 1992 og 2003.  Keflavík vann tvo þessara leikja og Stjarnan einn, einum leik lauk með jafntefli.  Markatalan er 8-6 fyrir Keflavík.  Einn leikmaður Keflavíkur hefur skorað í leikjum liðanna í næstefstu deild en það er Magnús Þorsteinsson.

Keflavík og Stjarnan hafa einu sinni mæst í bikarkeppni KSÍ en það var árið 2008.  Þá vann Keflavík 2-1 á heimavelli í 32 liða úrslitum keppninnar.  Magnús Þorsteinsson skoraði fyrir Keflavík í þeim leik.

Fyrr í sumar mættust liðin í Garðabænum og þá vann Stjarnan öruggan 4-0 sigur.  Halldór Orri Björnsson skoraði tvö mörk í þeim leik og þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson og Dennis Danry eitt mark hvor.

Nokkrir leikmenn hafa leikið með bæði Keflavík og Stjörnunni í gegnum árin, m.a. Adolf Sveinsson, Kristinn Guðbrandsson, Helgi Björgvinsson og markmennirnir Bjarki Freyr Guðmundsson og Magnús Þormar.

Úrslit í leikjum Keflavíkur og Stjörnunnar í Keflavík hafa orðið þessi:

2009 A-deild

Keflavík - Stjarnan

1-1 Hörður Sveinsson
2003 B-deild

Keflavík - Stjarnan

5-3 Stefán Gíslason 2
Magnús Þorsteinsson
Adolf Sveinsson
Hafsteinn Rúnarsson
2000 A-deild

Keflavík - Stjarnan

1-0 Guðmundur Steinarsson
1997 A-deild

Keflavík - Stjarnan

2-1 Eysteinn Hauksson
Haukur Ingi Guðnason
     1996    A-deild

Keflavík - Stjarnan

0-1
1994 A-deild

Keflavík - Stjarnan

4-1

Ragnar Margeirsson 2
Kjartan Einarsson
Sverrir Þór Sverrisson

1992 B-deild

Keflavík - Stjarnan

1-0 Marco Tanasic