Fréttir

Keflavík - Stjarnan á mánudag kl. 20:00
Knattspyrna | 28. júní 2015

Keflavík - Stjarnan á mánudag kl. 20:00

Næsti leikur í Pepsi-deildinni er ekki af verri endanum enda koma Íslandsmeistarar Stjörnunnar í heimsókn í 10. umferð deildarinnar.  Leikurinn verður á Nettó-vellinum í Keflavík mánudaginn 29. júní kl. 20:00.  Ekki þarf að taka fram að það er mikið í húfi hjá báðum liðum en fyrir leikinn er Keflavík í 12. sæti deildarinnar með fjögur stig en Stjarnan er í 7. sætinu með 12 stig.  Þess má geta að leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Dómararnir
Dómari leiksins verður Valgeir Valgeirsson, aðstoðardómarar þeir Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Gunnar Helgason, varadómari er Ívar Orri Kristjánsson og eftirlitsmaður KSÍ er Ólafur Kjartansson.

Stuðullinn

  1 X 2
Lengjan 4,35 3,10 1,50

Getraunanúmer Keflavíkur er 230.

Efsta deild
Keflavík og Stjarnan hafa leikið 20 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1994. Það hefur verið mikið jafnræði með liðunum sem hafa bæði unnið sjö leiki en sex sinnum hefur orðið jafntefli.  Markatalan er einnig jöfn, 28-28.  Stærsti sigur Stjörnunnar var 4-0 heimasigur árið 2010 en stærsti Keflavíkursigurinn var 4-1 leikur á heimavelli árið 1994.  Mesti markaleikur þessara liða var 4-2 sigur Keflavíkur árið 2011.

Liðin hafa leikið 10 sinnum í Keflavík í efstu deild.  Þar hefur Keflavík unnið fjóra leiki, þremur hefur lokið með jafntefli og Stjarnan hefur unnið þrjá leiki hér í efstu deildinni.  Markatalan í heimaleikjum gegn Stjörnunni er 16-13 fyrir Keflavík. 

Alls hafa 14 leikmenn skorað fyrir Keflavík gegn Stjörnunni í efstu deild.  Þar er Jóhann Birnir Guðmundsson efstur á blaði með fimm mörk en næstir koma Hörður Sveinsson og Guðmundur Steinarsson með fjögur mörk hvor.

B-deild
Liðin léku fjóra leiki í B-deildinni, árin 1992 og 2003. Keflavík vann tvo þessara leikja og Stjarnan einn en einum leik lauk með jafntefli. Markatalan er 8-6 fyrir Keflavík. Einn núverandi leikmaður Keflavíkur hefur skorað í leikjum liðanna í næstefstu deild en það er Magnús Þorsteinsson.

Bikarkeppnin
Keflavík og Stjarnan hafa aðeins einu sinni mæst í bikarkeppni KSÍ en það var árið 2008. Þá vann Keflavík 2-1 á heimavelli í 32 liða úrslitum keppninnar. Magnús Þorsteinsson skoraði fyrir Keflavík í þeim leik.

Síðast
Liðin mættust að sjálfsögðu tvisvar í Pepsi-deildinni síðasta sumar.  Fyrri leikurinn var á Nettó-vellinum og þar var um hörkuleik að ræða sem lauk með 2-2 jafntefli.  Sindri Snær Magnússon gerði bæði mörk okkar manna en Jeppe Hansen og Ólafur Karl Finsen skoruðu fyrir Stjörnuna.  Stjörnumenn unnu síðan sinn heimaleik 2-0 þar sem Pablo Punyed og Veigar Páll Gunnarsson gerðu mörkin.

Bæði lið
Nokkrir leikmenn hafa leikið með bæði Keflavík og Stjörnunni í gegnum árin, m.a. Grétar Atli Grétarsson, Adolf Sveinsson, Kristinn Guðbrandsson, Helgi Björgvinsson og markmennirnir Bjarki Freyr Guðmundsson og Magnús Þormar.  Um mitt síðasta sumar gengu síðan þrír leikmenn Stjörnunnar í okkar raðir en það vour þeir Aron Grétar Jafetsson, Aron Rúnarsson Heiðdal og Hilmar Þór Hilmarsson.

Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Stjörnunnar í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:

Dags. Keppni Áh. Úrslit Mörk Keflavíkur
15.06.2014 A-deild 950 2-2 Sindri Snær Magnússon 50.    
Sindri Snær Magnússon 68.
01.09.2013 A-deild 890 0-2  
14.05.2012 A-deild 640 0-1  
02.05.2011 A-deild 1115 4-2 Hilmar Geir Eiðsson 33.    
Guðmundur Steinarsson 64. (v)     
Jóhann Birnir Guðmundsson 80.    
Jóhann Birnir  Guðmundsson 85.
  Mesti markaleikur Keflavíkur og Stjörnunnar í efstu deild
23.08.2010 A-deild 970 2-2 Hörður Sveinsson 2.    
Hörður Sveinsson 51.
01.06.2009 A-deild 1980 1-1 Hörður Sveinsson 25.
  Guðjón Árni Antoníusson fékk rautt spjald
19.06.2008 Bikarkeppni 243 2-1 Magnús Þorsteinsson 32.    
Sjálfsmark 38.
  Leikur í 32 liða úrslitum
19.05.2003 B-deild - 5-3 Magnús Þorsteinsson 17.    
Stefán Gíslason 55. (v)    
Adolf Sveinsson 76.    
Stefán Gíslason 80. (v)    
Hafsteinn Rúnarsson 88..
06.06.2000 A-deild 370 1-0 Guðmundur Steinarsson 8.
  Jakob Már Jónharðsson fékk rautt spjald
17.07.1997 A-deild 705 2-1 Eysteinn Hauksson  55. (v) 
Haukur Ingi Guðnason 88.