Keflavík - Stjarnan á sunnudag
Á morgun 2. mars spilar Keflavík við Stjörnuna í Reykjaneshöllinni. Leikurinn hefst kl. 18:00. Okkar menn eru efstir í sínum riðli í Lengjubikarnum og ætla sér að fylgja eftir góðum sigrum í síðustu leikjum. Stjörnupiltar gerður jafntefli í sínum fyrsta leik í keppninni gegn Fjarðarbyggð. Hallgrímur Jónasson mun væntanlega taka út bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk á móti Fylki. Þess má geta að Símun Samuelssen kemur inn í hópinn.
Áfram Keflavík!